Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Dagur Hoe Sigurjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur að loknu þinghaldi í gær. Aðalmeðferð verður framhaldið í dag. Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember, neitaði sök við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dagur er ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist að Klevis með hníf og stungið hann ítrekað, meðal annars tvívegis í bakið, vinstri öxl og vinstra megin í bringuna. Síðastnefnda atlagan olli banvænu sári en við hana gekk hnífurinn inn í hjarta Klevis og lést hann á spítala fimm dögum eftir árásina. Þá er Dagur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa einnig ráðist að félaga Klevis, Elio Hasani, og veitt honum skurðsár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Elio var útskrifaður af sjúkrahúsi stuttu eftir árásina og eru batahorfur hans góðar.Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í deseember og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula.Vísir/eyþórDagur var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Hann var þá í annarlegu ástandi vegna vímuefnaneyslu. Hann er 25 ára gamall og hefur ekki hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. Dagur gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Hann bar að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og meðal annars veitt sér höfuðhögg. Hann bar fyrir sig minnisleysi um það sem gerðist eftir höfuðhöggið. Elio Hasani sem bar einnig vitni í dag sagði þá félaga hafa nálgast Dag í vinsemd og þeir hefðu ekki viljað honum neitt illt. Tvennum sögum fór af því meðal annarra vitna hver átti upptökin en sjónarvottar að atburðinum báru að Dagur hefði haft hníf sem hann beitti gegn mönnunum tveimur. Auk kröfu ákæruvaldsins um að Dagur verði dæmdur til refsingar, eru gerðar einkaréttarlegar kröfur á hendur Degi. Miskabótakröfur foreldra Klevis fyrir sonarmissinn nema samtals 20 milljónum króna og gerir móðir hans einnig kröfu um 870 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við andlát sonar síns. Elio Hasani, sem einnig hlaut áverka við árásina, gerir einnig kröfu um að Dagur greiði honum rúmar 2,3 milljónir í skaða- og miskabætur. Aðalmeðferð verður framhaldið eftir hádegi í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49 Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Neitar sök í manndrápsmáli 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum neitar sök. 16. mars 2018 09:49
Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30