Guðbjörg: Vona að við verðum í formi lífsins í september Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:45 Guðbjörg ánægð í leikslok. vísir/andri marinó Guðbjörg Gunnarsdóttir bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar Ísland sigraði Slóveníu 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019. Sigurinn setti Ísland á topp riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. „Mér leið ágætlega. Ég reyni að spila sem leiðtogi hvort sem ég er með bandið eða ekki. Það var kannski pínu ströggl á okkur í fyrri hálfleik en við klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Guðbjörg en Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í seinni hálfleiknum. „Mér finnst slóvenska liðið vera búið að bæta sig töluvert ár frá ári og eru allt of betri. Við spiluðum ekki okkar besta leik en það dugði til í dag.“ Slóvenska liðið sótti ekki oft að marki Íslands í leiknum en þegar þær gerðu það þá komu oftast upp mjög fín færi og það kom nokkrum sinnum fyrir að stúkan tók andköf af létti. „Sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fengu þær tvö eða þrjú færi sem hefðu vel getað orðið mörk. Svo gerði ég ein mistök hérna en það var rangstaða svo það skipti ekki máli.“ „Við vorum búnar að segja í viðtölum fyrir leikinn að þetta lið getur auðveldlega skorað mörk og ég er mjög ánægð að hafa haldið hreinu á móti þeim í dag.“ Ísland er stigi á undan Þjóðverjum á toppi riðilsins en liðin mætast í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli 1. september næst komandi. „Þetta er búið að vera markmiðið allan tímann að búa til úrslitaleiki í haust. Nú er það bara okkar að fara og æfa, við höfum þrjá mánuði eða hvað það er til þess að stilla okkur saman.“ „Draumurinn er ótrúlega nálægt. Ég vona virkilega að við verðum í formi lífsins í september, þá er allt hægt,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur þegar Ísland sigraði Slóveníu 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019. Sigurinn setti Ísland á topp riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. „Mér leið ágætlega. Ég reyni að spila sem leiðtogi hvort sem ég er með bandið eða ekki. Það var kannski pínu ströggl á okkur í fyrri hálfleik en við klárum þetta í seinni hálfleik,“ sagði Guðbjörg en Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í seinni hálfleiknum. „Mér finnst slóvenska liðið vera búið að bæta sig töluvert ár frá ári og eru allt of betri. Við spiluðum ekki okkar besta leik en það dugði til í dag.“ Slóvenska liðið sótti ekki oft að marki Íslands í leiknum en þegar þær gerðu það þá komu oftast upp mjög fín færi og það kom nokkrum sinnum fyrir að stúkan tók andköf af létti. „Sérstaklega í seinni hálfleik. Þá fengu þær tvö eða þrjú færi sem hefðu vel getað orðið mörk. Svo gerði ég ein mistök hérna en það var rangstaða svo það skipti ekki máli.“ „Við vorum búnar að segja í viðtölum fyrir leikinn að þetta lið getur auðveldlega skorað mörk og ég er mjög ánægð að hafa haldið hreinu á móti þeim í dag.“ Ísland er stigi á undan Þjóðverjum á toppi riðilsins en liðin mætast í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvelli 1. september næst komandi. „Þetta er búið að vera markmiðið allan tímann að búa til úrslitaleiki í haust. Nú er það bara okkar að fara og æfa, við höfum þrjá mánuði eða hvað það er til þess að stilla okkur saman.“ „Draumurinn er ótrúlega nálægt. Ég vona virkilega að við verðum í formi lífsins í september, þá er allt hægt,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira