Viðskipti innlent

Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson Vísir/Andri Marinó
Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota.

Tilkynnt var um samvinnuna á hönnunardegi Ikea í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrir helgi. Á vef Quartz segir að Ikea og Ólafur muni vinna saman að því að stækka Little Sun, verkefni Ólafs, sem meðal annars hefur þróað lítinn sólarknúinn lampa sem dreift hefur verið til ríkja þar sem rafmagn er af skornum skammti.

Segir Ólafur að með aðstoð Ikea verði hægt að gera þær lausnir og vörur sem Little Sun hefur þróað aðgengilegri fjölda fólks auk þess sem að hægt verði að þróa nýjar vörur.

Margus Engman, yfirmaður hönnunardeildar Ikea, segir að Ikea vonist til þess að læra af reynslu Ólafar og Little Sun til þess að þróa sólarorkuknúnar vörur næstu árin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×