Fitch Guðmundur Brynjólfsson skrifar 11. júní 2018 07:00 Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz!
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar