Tveir leikmenn fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir þung höfuðhögg á Snæfellsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2018 22:46 Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Vísir Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga. Snæfellsbær Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Kalla þurfti til sjúkrabíls og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna knattspyrnuleiks sameinaðs liðs Reynis/Víðis gegn Snæfellsnesi í þriðja flokki pilta á Hellissandi fyrr í dag. Fengu tveir leikmenn þung höfuðhögg og þurfti að flytja annan með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins. Fyrra atvikið átti sér stað þegar leikmaður Reynis/Víðis missti meðvitund eftir samstuð við leikmann Snæfellsnes. Leikmenn í þriðja flokki eru fæddir á árunum 2002 og 2003. Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Snæfellsnes, segir í samtali við Vísi að sá leikmaður hefði náð meðvitund nokkuð örugglega aftur en fann fyrir svima og ógleði. Var ekið með hann á Landspítalann í Fossvogi í Reykjavík. Freydís segir að sjúkrabíllinn hafi nánast ekki verið búinn að yfirgefa póstnúmer Hellissands þegar annar leikmaður missti meðvitund. Um var að ræða leikmann Snæfellsnes sem hafði tekið mikinn sprett til að varna því að boltinn færi út fyrir hliðarlínu. Umhverfis völlinn er hraun og náði leikmaðurinn ekki að nema staðar og hafnaði út í hrauni. Þar missti hann jafnvægið og skall með höfuðið í grjóti. Freydís segir það óhapp hafa litið nokkuð illa út. Ekki sást blóð á drengnum en ekki tókst að ná honum almennilega til meðvitundar og var því ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar en Freydís segir drenginn ekki einu sinni muna eftir þyrluferðinni. Líkt og fyrr segir voru báðir leikmennirnir lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi en hafa báðir verið útskrifaðir þaðan. Drengirnir meiddust sem betur fer ekki alvarlega en hefur verið ráðlagt af læknum að taka því rólega næstu daga.
Snæfellsbær Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira