Fótbolti

Sjöunda deildarmark Hólmberts og Emil fékk rautt á afmælisdaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmbert er að raða inn í Noregi.
Hólmbert er að raða inn í Noregi. vísir/vilhelm
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt sjöunda mark í tólf deildarleikjum er hann skoraði annað mark Álasund í 3-2 sigri á Ull/Kisa í norsku B-deildinni.

Hólmbert jafnaði metin í 2-2 af vítapunktinum á 66. mínútu en sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Pape Habib Gueye sigurmarkið. Álasund á toppnum með 26 stig stig.

Adam Örn Arnarsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron spiluðu allan leikinn fyrir Álasund en Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.

Orri Sigurður Ómarsson og félagar í Ham/Kam köstuðu frá sér sigrinum gegn Mjöndalen í sömu deild. Orri og félagar leiddu 1-0 með marki Lars Brotangen á 77. mínútu en fengu tvö mörk á sig á síðustu átta mínútunum.

Orri Sigurður spilaði allan leikinn fyrir Ham/Kam en hann er í láni hjá félaginu frá Sarpsborg. Ham/Kam er í níunda sæti deildarinnar með sextán stig eftir leikina tólf.

Afmælisbarn dagsins, Emil Pálsson, fékk rautt spjald er Sandefjord tapaði enn einum leiknum. Emil fékk tvö gul í leiknum, það síðara á 54. mínútu, en leikurinn tapaðist 2-0 á heimaveli gegn Haugesund.

Ingvar Jónsson sat allan tímann á bekknum en Sandefjord er neðst allra liða í úrvalsdeildinni. Þeir hafa tapað tíu af fyrstu þrettán leikjunum og eru einungis með fimm stig.

Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 59. mínútu er Start gerði 1-1 jafntefli við Strömsgödset á heimavelli. Guðmundur Andri Tryggvasvon var ónotaður varamaður og Kristján Flóki Finnbogason var í leikbanni.

Start er í fimmtánda sætinu, því næst neðsta, þremur stigum fyrir ofan Sandefjord og þremur stigum frá umspilssæti er deildin er nærri því hálfnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×