Innlent

Vill eyða tali um minni- og meirihluta

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar vill eyða tali um minni og meirihluta í bæjar og sveitarstjórnum. Hann segir að samtal minni og meirihluta eigi alltaf að eiga sér stað þar sem tilgangurinn er að ræða sig niður á niðurstöðu mála.

Ný bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Árborg tekur við völdum á bæjarstjórnarfundi á næstu dögum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í hreinum meirihluta síðustu tvö kjörtímabil en nú mun fulltrúar flokksins sitja í minnihluta. Nýr forseti bæjarstjórnar, Helgi S. Haraldsson, vill eyða öllu tali um minni og meirihluta þegar sveitarstjórnarmál eru annars vegar.

„Þetta er ein bæjarstjórn og að hafa fólk með bæði í fjárhagsáætlunarvinnu og annað, eins og hefur verið gert, og við skulum reyna að mikið talinu um minnihluta og meirihluta. Þetta er bara verkefni níu kjörinna bæjarfulltrúa. Stundum verða menn að taka á skarið og einhverjir sem stjórna og þeirra skoðun verður þá á. En við eigum alltaf að eiga samtalið og reyna að ræða okkur niður á sameiginlega niðurstöðu,“ segir Helgi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×