Fótbolti

Collymore saknar Íslands og Perú mest allra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu
Knattspyrnukempan fyrrverandi Stan Collymore fer yfir málin með íslenskum lögregluþjónum í Moskvu Ríkislögreglustjóri
Fjölmiðlamaðurinn og fyrrum fótboltakappinn Stan Collymore sér mest á eftir brotthvarfi Íslands og Perú eftir riðlakeppni HM í fótbolta.

Collymore var spurður að því á Twitter hvaða liðum hann sæi mest eftir nú þegar aðeins 16 lið eru eftir í keppni í Rússlandi. Íslandi og Perú var svar hans.

„Stuðningsmenn Perú voru frábærir. Kynslóð sem óx úr grasi án þess að sjá þjóð sína á HM henti sér af fullum krafti í þessa upplifun,“ sagði Collymore um Perú.

Um íslenska liðið sagði hann: „Ísland, einfaldlega vegna þess að það lekur af þeim klassi frá toppi til táar. Þjóð sem er að gera hlutina rétt frá yngri flokka starfi upp í landsliðin.“

Collymore heimsótti Ísland í lok síðasta árs þar sem hann vann að þátt um liðið og sá lokaleik Íslands í undankeppni HM gegn Kósovó.






Tengdar fréttir

Collymore í Fífunni og Laugardal | Myndbönd

Stan Collymore, fyrrverandi framherji Liverpool og sparkspekingur, er nú hér á landi með myndatökumann með sér og vinnur að öllum líkindum að þætti um íslenska ævintýrið í þáttinn sinn, Stan Collymore show, sem sýndur er á RT sjónvarpsstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×