„Þægileg“ leið enska landsliðsins í úrslitaleik HM að verða enn „þægilegri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 11:30 James Rodriguez gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Vísir/Getty Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Enskt fótboltaáhugafólk sér nú úrslitaleik HM í hillingum eftir góða byrjun enska landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og „þægilega“ leið liðsins inn í úrslitaleikinn. Enska landsliðið tapaði lokaleik sínum í riðlinum en það þýddi hinsvegar að liðið sleppur við Brasilíu og Frakkland á mögulegri leið sinni í úrslitaleik HM en „erfiðasti“ mótherjinn verður þess í stað ósannfærandi spænskt landslið á niðurleið. Leiðin gæti orðið enn þægilegri fari svo að Kólumbíumenn verði án síns besta leikmanns í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. BBC segir frá. Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er allavega allt annað en bjartsýnn að súperstjarnan James Rodriguez geti spilað á móti Englendingum á þriðjudaginn kemur.Colombia may have suffered a significant injury blow ahead of their last-16 game against England. Morehttps://t.co/7I2B17C59C#bbcworldcuppic.twitter.com/g3xYX3I9eh — BBC Sport (@BBCSport) June 29, 2018 James Rodriguez fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í lokaleik Kólumbíu í riðlinum en Kólumbíumönnum tókst engu að síður að vinna Senegal 1-0 og tryggja sér sæti í útsláttarkeppni mósins. „Þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur. Eins og er þá veit ég ekkert um ástandið á honum,“ sagði Jose Pekerman. Það góða er að leikur Kólumbíu og Englands er síðasti leikurinn í sextán liða úrslitunum þannig að James Rodriguez fær fimm daga til að ná sér. „Hann æfði eðlilega fram að leiknum og eyddi líka tíma eftir æfingarnar í að æfa aukaspyrnur og vítaspyrnur,“ sagði Jose Pekerman um meiðslin en James Rodriguez meiddist á kálfa rétt fyrir mót og byrjaði þess vegna ekki fyrsta leik liðsins. Hann var hinsvegar kominn á flug og var frábær í 3-0 sigrinum á Póllandi. James Rodriguez er að glíma við kálfameiðsli en íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einmitt á kálfa á HM og missti af þeim sögum að leiknum á móti Nígeríu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira