Hundruð mótmælenda handteknir í Washington Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:36 Leikkonan Susan Sarandon var meðal mótmælendanna. Vísir/AP Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35