Tíu tíma fundur skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 05:47 Fundarmenn funduðu í 10 klukkustundir í þessu litríka herbergi. EU Council press Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið. Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins náðu í morgun samkomulagi um framtíðarskipulag flóttamannamála í álfunni. Mikil spenna var á fundinum og hótuðu fulltrúar Ítalíu, sem tekið hafa við þúsundum flóttamanna á árinu, að fella allar tillögur sem kæmu upp á leiðtogafundinum ef ríki þeirra fengi ekki aðstoð í málaflokknum. Þá höfðu Póland, Ungverjaland og önnur ríki Mið-Evrópu þvertekið fyrir að axla aukna ábyrgð í flóttamannamálum. Umræðurnar um flóttamannamálin stóðu alls yfir í um 10 klukkustundir og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum í morgun - með samkomulagi sem fyrr segir. Það er meðal annars sagt kveða á um að auka gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins, sem og að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.EU28 leaders have agreed on #euco conclusions incl. migration.— Donald Tusk (@eucopresident) June 29, 2018 Lítið hefur lekið út um nákvæm efnisatriði samningsins. Blaðamenn Guardian telja þó að hann feli í sér uppsetningu landamærastöðva í Norður-Afríku, þangað sem flóttamenn skulu leita til að sjá hvort þeir uppfylli skilyrði um hælisumsókn í Evrópu. Sjóðir Evrópusambandsins verði notaðir til að greiða fyrir uppsetninguna, sem og til að „sannfæra“ ríki Norður-Afríku um ágæti fyrirkomulagsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til samstarfsvilja ríkjanna á þessari stundu. Samkomulagið á einnig að fela í sér uppsetningu sambærilegra stöðva í ríkjum sambandsins. Stjórnvöldum ríkjanna er þó í sjálfsvald sett hvort þeim verði komið á laggirnar en sveigjanleikinn er talinn verið svar við andstöðu fyrrnefndra ríkja.Sjá einnig: Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Þar að auki er samningurinn sagður fela í sér aukna þátttöku annarra ríkja ESB í björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nákvæm útlistun á því hvernig þau skuli gert liggur þó ekki fyrir. Að sama skapi eigi að reyna að leysa upp smyglhringina, sem margir hverjir flytja flóttamenn á hriplekum kænum yfir Miðjarðarhafið.Breska ríkisútvarpið segir jafnframt að samningurinn kveði á um takmarkanir á ferðafrelsi flóttamanna milli Evrópusambandsríkja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði eftir fundinn að enn væri mikil vinna framundan. Engu að síður gæfu niðurstöður fundarins góð fyrirheit. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, sagði að hin samevrópska hugsjón hafi staðið upp sem sigurvegari eftir nóttina. Markaðir tóku að sama skapi vel í fregnir af samkomulagi, en evran styrktist um 0,6 prósent eftir að fundinum var slitið.
Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45 Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00 220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Meðal annars um flóttamannamál. 28. júní 2018 18:45
Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Í dag, 20. júní, er Alþjóðadagur flóttafólks. Til að vekja athygli á stöðu flóttamanna býður Rauði krossinn á Íslandi upp á ókeypis kvikmyndasýningu í Bíói Paradís. 20. júní 2018 07:00
220 flóttamenn hafa drukknað undan ströndum Líbíu Einungis fimm komust lífs af þegar bátur með um hundrað manns hvolfdi á hafi úti á þriðjudag. 21. júní 2018 21:17