Fótbolti

Þjálfari Kólumbíu „mjög áhyggjufullur“ vegna meiðsla James

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James fer af velli í dag
James fer af velli í dag Vísir/getty
James Rodriguez, markahrókur síðasta heimsmeistaramóts, fór haltrandi af velli í sigri Kólumbíu á Senegal í dag. Jose Pekerman, landsliðsþjálfari, hefur miklar áhyggjur af ástandi Rodriguez.

Rodriguez fór meiddur af velli á 31. mínútu í 1-0 sigrinum á Senegal sem tryggði Kólumbíu efsta sæti H-riðils.

„Ég er mjög áhyggjufullur. Þetta er virkilega erfið staða fyrir lið mitt,“ sagði Pekerman eftir leikinn.

„Ég vildi ekki tala um þetta á þessum blaðamannafundi því þá fer athyglin af öllu öðru en þetta er alls ekki þægileg staða.“

Rodriguez var að glíma við meiðsli þegar mótið byrjaði, kom inn sem varamaður í fyrsta leiknum sem tapaðist 2-1 gegn Japan en var í byrjunarliðinu í sigrinum á Pólverjum og í leiknum gegn Senegal í dag.

Pekerman vildi ekki segja neitt um það hvort meiðslin væru að taka sig upp á nýju eða hvort þetta væru ný meiðsli.

„Hann var alveg leikfær en nú vitum við ekki hvar hann stendur.“

Kólumbía mætir Englendingum í 16-liða úrslitunum á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×