Íslenska karlalandsliðið hafði bækistöðvar við Svartahafið, í smábænum Gelendzhik. Í næsta bæ við voru höfuðstöðvar íslenskra fjölmiðlamanna. Þaðan var ferðast til borganna þar sem Ísland spilaði leiki sína á HM.
Ferðalög geta tekið á, sérstaklega eftir langan og strangan dag.
Björn Sigurðsson, myndatökumaður Vísis og Stöðvar 2, ákvað að skella sér í smá göngutúr í einu rútuferðalagi íslenska fjölmiðlahópsins þar sem nær allir íslensku fjölmiðlamennirnir voru svo steinsofandi að þeir tóku ekkert eftir uppátæki Bödda.
Afraksturinn mátti sjá í Rússnesku mínútunni í Sumarmessunni í kvöld. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.