Áralöngu stríði Apple og Samsung lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 14:27 Um það bil svona litu snjallsímar fyrirtækjanna út þegar deilan hófst. Vísir Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði. Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði.
Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50