Áralöngu stríði Apple og Samsung lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 14:27 Um það bil svona litu snjallsímar fyrirtækjanna út þegar deilan hófst. Vísir Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði. Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisarnir Apple og Samsung hafa náð samkomulagi um ljúka árangri deilu einkaleyfadeilu fyrirtækjanna sem staðið hefur yfir síðastliðin sjö ár. Apple stefndi Samsung árið 2011 en bandaríski tæknirisinn taldi að suður-kóreski tæknirisinn hefði stolið hönnun á iPhone síma Apple með tilteknum snjallsímum frá Samsung. Financial Times greinir frá því að samkvæmt dómsskjölum hafi fyrirtækin sæst á að ljúka öllum málum sem tengdust stefnunni í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað felst í samkomulaginu en fyrirtækin höfðu áður náð saman vegna deilunnar utan Bandaríkjanna. Í frétt Financial Times segir að Apple geti nú frekar beint kröftum lögfræðinga sinna að deilu fyrirtækisins við Qualcomm. Apple og Samsung framleiða vinsælustu símtæki heims og hafa eldað saman grátt silfur undanfarin ár. Hefur Samsung til að mynda verið dæmt til að greiða Apple háar fjárhæðir vegna brota á einkaleyfum bandaríska tæknirisans. Sérfræðingar telja þó að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á fyrirtækin, þar sem Samsung-símtækin sem Apple kvartaði yfir eru löngu farin af markaði.
Apple Samsung Tengdar fréttir Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samsung þarf að greiða Apple 57 milljarða vegna einkaleyfa Bandarískur dómstóll hefur dæmt suður-kóreska raftækjaframleiðandann Samsung til að greiða tölvufyrirtækinu Apple meira en fimmtíu og sjö milljarða íslenskra króna fyrir brot gegn einkaleyfum tengdum hönnun snjallsíma. 25. maí 2018 08:50