Emil besti leikmaður Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 12:00 Emil Hallfreðsson. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson stóð sig best af leikmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta á HM í Rússlandi samkvæmt frammistöðumati blaðamanna Vísis. Emil fékk níu fyrir báða leiki sína, á móti Argentínu og Króatíu, og var hann með langhæstu meðaleinkunn leikmanna íslenska liðsins. Emil Hallfreðsson var frábær á miðju íslenska liðsins gegn besti liðum riðilsins og það voru margir mjög óánægðir með það þegar Heimir Hallgrímsson tók hann úr byjunarliðinu fyrir Nígeríuleikinn. Íslenska liðið átti sinn langslakasta leik á móti Nígeríu og þeir leikmenn sem spiluðu þann leik lækkuðu meðaleinkunn sína mjög mikið með þeim leik. Það skýrir að hluta til yfirburðarstöðu Emils á þessum lista en það mótmæla því örugglega mjög fáir að Emil hafi verið besti leikmaður Íslands á HM. Jafnir í 2. til 4. sæti voru síðan þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson með 7,67 í meðaleinkunn. Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason voru saman í fimmta sætinu með 7,5 í meðaleinkunn og jafnir í sjöunda sætinu voru síðan hetjurnar í fyrsta leiknum á móti Argentínu, þeir Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson. Fimmtán leikmenn fengu einkunn fyrir einn leik eða fleiri en þrír leikmenn til viðbótar, Ari Freyr Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Albert Guðmundsson, komu inná sem varamenn í mótinu án þess að fá einkunn.Vísir/GettyHæsta meðaleinkunnn íslensku leikmannanna á HM 2018: 1. Emil Hallfreðsson 9,00 2. Aron Einar Gunnarsson 7,67 2. Gylfi Þór Sigurðsson 7,67 2. Ragnar Sigurðsson 7,67 5. Jóhann Berg Guðmundsson 7,50 5. Kári Árnason 7,50 7. Alfreð Finnbogason 7,33 7. Hannes Þór Halldórsson 7,33 9. Birkir Már Sævarsson 7,00 9. Sverrir Ingi Ingason 7,00 11. Hörður Björgvin Magnússon 6,67 12. Birkir Bjarnason 6,33 13. Rúrik Gíslason 6,00 14. Björn Bergmann Sigurðarson 5,00 15. Jón Daði Böðvarsson 4,00 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Emil Hallfreðsson stóð sig best af leikmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta á HM í Rússlandi samkvæmt frammistöðumati blaðamanna Vísis. Emil fékk níu fyrir báða leiki sína, á móti Argentínu og Króatíu, og var hann með langhæstu meðaleinkunn leikmanna íslenska liðsins. Emil Hallfreðsson var frábær á miðju íslenska liðsins gegn besti liðum riðilsins og það voru margir mjög óánægðir með það þegar Heimir Hallgrímsson tók hann úr byjunarliðinu fyrir Nígeríuleikinn. Íslenska liðið átti sinn langslakasta leik á móti Nígeríu og þeir leikmenn sem spiluðu þann leik lækkuðu meðaleinkunn sína mjög mikið með þeim leik. Það skýrir að hluta til yfirburðarstöðu Emils á þessum lista en það mótmæla því örugglega mjög fáir að Emil hafi verið besti leikmaður Íslands á HM. Jafnir í 2. til 4. sæti voru síðan þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson með 7,67 í meðaleinkunn. Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason voru saman í fimmta sætinu með 7,5 í meðaleinkunn og jafnir í sjöunda sætinu voru síðan hetjurnar í fyrsta leiknum á móti Argentínu, þeir Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson. Fimmtán leikmenn fengu einkunn fyrir einn leik eða fleiri en þrír leikmenn til viðbótar, Ari Freyr Skúlason, Arnór Ingvi Traustason og Albert Guðmundsson, komu inná sem varamenn í mótinu án þess að fá einkunn.Vísir/GettyHæsta meðaleinkunnn íslensku leikmannanna á HM 2018: 1. Emil Hallfreðsson 9,00 2. Aron Einar Gunnarsson 7,67 2. Gylfi Þór Sigurðsson 7,67 2. Ragnar Sigurðsson 7,67 5. Jóhann Berg Guðmundsson 7,50 5. Kári Árnason 7,50 7. Alfreð Finnbogason 7,33 7. Hannes Þór Halldórsson 7,33 9. Birkir Már Sævarsson 7,00 9. Sverrir Ingi Ingason 7,00 11. Hörður Björgvin Magnússon 6,67 12. Birkir Bjarnason 6,33 13. Rúrik Gíslason 6,00 14. Björn Bergmann Sigurðarson 5,00 15. Jón Daði Böðvarsson 4,00
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira