Trúði því varla þegar Messi sýndi honum fótinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 23:00 Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað. Vísir/Getty Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira