Telur „vandkvæðalítið“ að selja Dæluna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. júní 2018 06:00 N1 telur að kaupin á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, feli í sér tækifæri til þess að hagræða í innlendri smásöluverslun, meðal annars með því að samþætta ákveðna þætti í starfsemi félaganna. Vísir/vilhelm Til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvarlega samkeppni á eldsneytismarkaði hefur olíufélagið lagt til að sameinað félag selji frá sér vörumerkið Dæluna, sem N1 kynnti fyrst til sögunnar sumarið 2016, og þrjár eldsneytisstöðvar. Til viðbótar hafa forsvarsmenn N1 boðist til þess að skuldbinda olíufélagið til þess að selja þeim sem vilja eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni og auka jafnframt aðgengi að birgðarými hjá Olíudreifingu, sem félagið á 60 prósenta hlut í. Samkeppniseftirlitið kallaði í gær eftir sjónarmiðum almennings um sáttatillögur N1. Eftirlitið hefur þegar látið í ljós það álit sitt að kaup N1, sem er stærsta eldsneytisfélag landsins, á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins en það rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, muni að öðru óbreyttu hafa í för með sér „skaðleg“ áhrif á samkeppni sem leitt geti til tjóns fyrir bæði keppinauta félaganna og neytendur. Ef eftirlitið fellst ekki á tillögur N1 mun það ógilda kaupin.Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Hlutabréf í olíufélaginu féllu um 5,1 prósent í verði í 330 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær, daginn eftir að félagið greindi frá því að endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins myndi ekki liggja fyrir í þessum mánuði, líkt og vonir stóðu til. Félagið sagði þess í stað „ófyrirséð“ hvenær rannsókn eftirlitsins lyki og benti auk þess á að vegna tímafresta í kaupsamningi N1 og Festar kynni að þurfa að koma til breytinga á samningnum. Í upphaflegu samkomulagi félaganna, sem þau skrifuðu undir í júlí í fyrra, er heildarvirði Festar, það er virði hlutafjár og skulda, 37,9 milljarðar króna en endanlegt kaupverð mun meðal annars ráðast af afkomu smásölufélagsins.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/valliYrði sterkur keppinautur Í frummati Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir í lok febrúar síðastliðins, lýsti eftirlitið áhyggjum af því að kaupin myndu fela í sér „mjög alvarlega röskun á samkeppni á eldsneytismarkaði“. Ekki væri fyrir hendi nægilegur fjöldi keppinauta sem veitt gætu sameinuðu félagi nægjanlegt samkeppnislegt aðhald. Ein af sáttatillögum olíufélagsins, sem Samkeppniseftirlitið birti á vef sínum í gær, felst í því að sameinað félagi selji frá sér þrjár eldsneytisstöðvar, nánar tiltekið við Hæðarsmára, Salaveg og Fellsmúla, og vörumerkið Dæluna. Undir merkjum Dælunnar hefur N1 selt eldsneyti frá sumrinu 2016 á einu föstu verði sem er að jafnaði um 15 til 17 krónum lægra en hefðbundið listaverð olíufélagsins. Í bréfi N1 til Samkeppniseftirlitsins, sem Snorri Stefánsson, lögmaður hjá Advel, skrifar undir fyrir hönd olíufélagsins, er bent á að eldsneytissala sjálfsafgreiðslustöðva Dælunnar hafi farið vaxandi undanfarið og nú sé svo komið að þessi hluti rekstrar N1 skili jákvæðri framlegð. Ætla verði að mögulegt sé að selja vörumerkið „vandkvæðalítið í einu lagi og auka þannig samkeppni“. Dælan yrði þannig, að sögn olíufélagsins, keppinautur sem væri ólíkur öðrum eldsneytisfélögum og með „sterka hvata til þess að keppa í verðum“. Bjóðast til að selja Kjarval Olíufélagið leggur auk þess til að sameinað félag selji verslun Kjarvals á Hellu, en tillögunni er ætlað að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 muni skaða samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Grundvallast það mat eftirlitsins á því að í bæjarfélögunum sé Festi nánasti keppinautur verslunar N1 í sölu dagvara. Þannig gætu kaupin, að mati eftirlitsins, leitt til verðhækkana í verslunum N1, Krónunnar og Kjarvals þar. Auka aðgengi að birgðarými Auk þess var það frummat eftirlitsins að kaup N1 á Festi gætu leitt til þess að erfiðara yrði fyrir keppinauta olíufélagsins að komast inn á markaðinn fyrir smásölu eldsneytis. Tók eftirlitið fram, því til stuðnings, að hvatar hins sameinaða félags til þess að selja eldsneyti í heildsölu myndu minnka í kjölfar kaupanna og það sama ætti við um hvata dótturfélagsins Olíudreifingar til þess að dreifa eldsneyti fyrir keppinauta N1. Samruninn gæti jafnvel valdið því að „keppinautar hrökklist af markaðinum“. Til þess að bregðast við umræddum ætluðum samkeppnishömlum skuldbindur N1 sig til þess að selja þeim sem eftir því leita eldsneyti í heildsölu „á viðskiptalegum grunni“ og gæta jafnræðis og hlutlægni við söluna. Þá býðst olíufélagið enn fremur til þess að beita sér fyrir auknum aðgangi að þjónustu Olíudreifingar, til dæmis að birgðarými. Tekur félagið fram í bréfi sínu til Samkeppniseftirlitsins að nægilegt birgðarými sé fyrir hendi, hvað varðar eldsneyti fyrir bíla, þannig að ekki eigi að koma til þess að „Olíudreifing þyrfti að gera upp á milli viðskiptavina“. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvarlega samkeppni á eldsneytismarkaði hefur olíufélagið lagt til að sameinað félag selji frá sér vörumerkið Dæluna, sem N1 kynnti fyrst til sögunnar sumarið 2016, og þrjár eldsneytisstöðvar. Til viðbótar hafa forsvarsmenn N1 boðist til þess að skuldbinda olíufélagið til þess að selja þeim sem vilja eldsneyti í heildsölu á viðskiptalegum grunni og auka jafnframt aðgengi að birgðarými hjá Olíudreifingu, sem félagið á 60 prósenta hlut í. Samkeppniseftirlitið kallaði í gær eftir sjónarmiðum almennings um sáttatillögur N1. Eftirlitið hefur þegar látið í ljós það álit sitt að kaup N1, sem er stærsta eldsneytisfélag landsins, á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins en það rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, muni að öðru óbreyttu hafa í för með sér „skaðleg“ áhrif á samkeppni sem leitt geti til tjóns fyrir bæði keppinauta félaganna og neytendur. Ef eftirlitið fellst ekki á tillögur N1 mun það ógilda kaupin.Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Hlutabréf í olíufélaginu féllu um 5,1 prósent í verði í 330 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær, daginn eftir að félagið greindi frá því að endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins myndi ekki liggja fyrir í þessum mánuði, líkt og vonir stóðu til. Félagið sagði þess í stað „ófyrirséð“ hvenær rannsókn eftirlitsins lyki og benti auk þess á að vegna tímafresta í kaupsamningi N1 og Festar kynni að þurfa að koma til breytinga á samningnum. Í upphaflegu samkomulagi félaganna, sem þau skrifuðu undir í júlí í fyrra, er heildarvirði Festar, það er virði hlutafjár og skulda, 37,9 milljarðar króna en endanlegt kaupverð mun meðal annars ráðast af afkomu smásölufélagsins.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.Vísir/valliYrði sterkur keppinautur Í frummati Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir í lok febrúar síðastliðins, lýsti eftirlitið áhyggjum af því að kaupin myndu fela í sér „mjög alvarlega röskun á samkeppni á eldsneytismarkaði“. Ekki væri fyrir hendi nægilegur fjöldi keppinauta sem veitt gætu sameinuðu félagi nægjanlegt samkeppnislegt aðhald. Ein af sáttatillögum olíufélagsins, sem Samkeppniseftirlitið birti á vef sínum í gær, felst í því að sameinað félagi selji frá sér þrjár eldsneytisstöðvar, nánar tiltekið við Hæðarsmára, Salaveg og Fellsmúla, og vörumerkið Dæluna. Undir merkjum Dælunnar hefur N1 selt eldsneyti frá sumrinu 2016 á einu föstu verði sem er að jafnaði um 15 til 17 krónum lægra en hefðbundið listaverð olíufélagsins. Í bréfi N1 til Samkeppniseftirlitsins, sem Snorri Stefánsson, lögmaður hjá Advel, skrifar undir fyrir hönd olíufélagsins, er bent á að eldsneytissala sjálfsafgreiðslustöðva Dælunnar hafi farið vaxandi undanfarið og nú sé svo komið að þessi hluti rekstrar N1 skili jákvæðri framlegð. Ætla verði að mögulegt sé að selja vörumerkið „vandkvæðalítið í einu lagi og auka þannig samkeppni“. Dælan yrði þannig, að sögn olíufélagsins, keppinautur sem væri ólíkur öðrum eldsneytisfélögum og með „sterka hvata til þess að keppa í verðum“. Bjóðast til að selja Kjarval Olíufélagið leggur auk þess til að sameinað félag selji verslun Kjarvals á Hellu, en tillögunni er ætlað að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 muni skaða samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Grundvallast það mat eftirlitsins á því að í bæjarfélögunum sé Festi nánasti keppinautur verslunar N1 í sölu dagvara. Þannig gætu kaupin, að mati eftirlitsins, leitt til verðhækkana í verslunum N1, Krónunnar og Kjarvals þar. Auka aðgengi að birgðarými Auk þess var það frummat eftirlitsins að kaup N1 á Festi gætu leitt til þess að erfiðara yrði fyrir keppinauta olíufélagsins að komast inn á markaðinn fyrir smásölu eldsneytis. Tók eftirlitið fram, því til stuðnings, að hvatar hins sameinaða félags til þess að selja eldsneyti í heildsölu myndu minnka í kjölfar kaupanna og það sama ætti við um hvata dótturfélagsins Olíudreifingar til þess að dreifa eldsneyti fyrir keppinauta N1. Samruninn gæti jafnvel valdið því að „keppinautar hrökklist af markaðinum“. Til þess að bregðast við umræddum ætluðum samkeppnishömlum skuldbindur N1 sig til þess að selja þeim sem eftir því leita eldsneyti í heildsölu „á viðskiptalegum grunni“ og gæta jafnræðis og hlutlægni við söluna. Þá býðst olíufélagið enn fremur til þess að beita sér fyrir auknum aðgangi að þjónustu Olíudreifingar, til dæmis að birgðarými. Tekur félagið fram í bréfi sínu til Samkeppniseftirlitsins að nægilegt birgðarými sé fyrir hendi, hvað varðar eldsneyti fyrir bíla, þannig að ekki eigi að koma til þess að „Olíudreifing þyrfti að gera upp á milli viðskiptavina“.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15
Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00
N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15