Lukaku ekki með gegn Englendingum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júní 2018 23:00 Lukaku er næst markahæstur á HM enn sem komið er Vísir/getty Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Framherjinn Romelu Lukaku verður ekki með Belgum gegn Englendingum í lokaleik liðanna í riðlakeppninni á HM í Rússlandi vegna meiðsla. Bæði Belgar og Englendingar eru nú þegar komnir áfram í 16-liða úrslitin og snýst leikurinn eingöngu um það hvort liðið verði í toppsæti riðilsins. Lukaku hefur ekki æft með Belgum í vikunni vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 5-2 sigrinum á Túnis um síðustu helgi. Á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez að Lukaku yrði ekki með en hann hefði ekki áhyggjur af framherjanum sterka hvað framhaldið varðar. „Hann fékk högg gegn Túnis og það er líklega einum degi of snemmt að spila honum á fimmtudag en ég held hann verði ekki lengur frá en það.“ Lukaku er í baráttu við framherja Englendinga, Harry Kane, um gullskóinn á HM. Lukaku er kominn með fjögur mörk en Kane fimm. Margir enskir stuðningsmenn hafa sagt á Twitter að þeir vilji að Englendingar tapi leiknum á morgun því liðið sem lendir í öðru sæti ætti að fá auðveldari leið í úrslitaleikinn. Útsláttarkeppninni er raðað þannig upp að öðru megin við úrslitaleikinn eru lið á borð við Portúgal, Úrúgvæ, Argentínu, Frakkland og Brasilíu á meðan hinu megin eru meðal annars Danir, Rússar, Svíar og Sviss, andstæðingar sem á pappír ættu að vera auðveldari viðureignar. Liðin munu mæta annað hvort Japan, Senegal eða Kólumbíu í 16-liða úrslitunum. Lokaumferð H riðils er leikin klukkan 14:00 á morgun og leikir G riðils hefjast klukkan 18:00.The left side of the bracket: The right side of the bracket: pic.twitter.com/IJBAWX4RCb — FOX Soccer (@FOXSoccer) June 27, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Sport Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira