Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 17:53 Bíllinn sem Fields ók inn í hóp gagnmótmælenda. Hann drap eina konu og slasaði fjölda annarra. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21