Fótbolti

Er Raggi Sig hættur í landsliðinu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Raggi að hætta í landsliðinu eða er hann bara að kveðja Kára?
Er Raggi að hætta í landsliðinu eða er hann bara að kveðja Kára? vísir/getty
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og FC Rostov í Rússlandi, birti athyglisverða mynd á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

Myndin var af þeim Ragnari og Kára Árnasyni sem hafa verið miðvarðarpar landsliðsins undanfarin ár en Sverrir Ingi Ingason spilaði við hlið Ragnars í leiknum gegn Króatíu í gær.

Undir myndina skrifar hann að þetta hafi verið frábær ferð til lengri tíma og að liðið hafi viljað meira út úr HM en örlögin hafi ekki verið með okkur.

„Þetta hefur verið mikill heiður að spila fyrir landsliðið með mínum félögum og með allri þessi velgengni sem við höfum náð,” skrifaði Ragnar undir myndina og bætti við:

„Núna er kominn tími á að nýjar aðilar komi inn og taki yfir vörnina. Risa þakklæti til allra sem tóku þátt í þessari frábæru ferð. #fyririsland.”

Þetta vekur upp spurningar hvort að Ragnar sé hættur með landsliðinu eða einfaldlega hvort að hann sé bara að kveðja Kára.

Ragnar er 32 ára gamall og hefur spilað 80 landsleiki og skorað í þessum leikjum þrjú mörk. Hann leikur nú með FC Rostov í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×