Fótbolti

Fer fjölskylda Rose til Rússlands eftir allt saman?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keita í leiknum gegn Panama.
Keita í leiknum gegn Panama. vísir/getty
Danny Rose, bakvörður enska landsliðsins og Tottenham, er nú opin fyrir því að fá fjölskyldu sína til þess að koma ti Rússlands á HM.

Þessi 27 ára gamli bakvörður sagði fyrir mótið að hann óttaðist að fjölskylda hans yrði ekki örugg í Rússlandi og gæti átt möguleika að verða fyrir kynþáttafordómum.

Nú gæti staðan verið sú að Rose byrji leikinn gegn Belgum á fimmtudaginn en Englendingar eru nú þegar komnir upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. Það gæti breytt stöðunni.

„Ef ég kæmist í liðið á einhverjum tímapunkti gæti það breytt skoðun minni,” sagði Rose í samtali við fjölmiðla í gær.

Rose hefur spilað tuttugu mínútur á mótinu en hann kom inn á sem varamaður gegn Panama í 6-1 sigrinum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×