Fótbolti

„Sampaoli eins og blindur maður í skotbardaga“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sampaoli hefur ekki verið að fá mikið hrós á þessu HM-móti.
Sampaoli hefur ekki verið að fá mikið hrós á þessu HM-móti. vísir/afp
Tim Vickery, sparkspekingur Sky Sports um fótboltann í Suður-Ameríku, segir að leikmenn Argentínu stýri öllu hjá liðinu. Það geri ekki þjálfarinn Jorge Sampaoli.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu eins og frægt er orðið í fyrsta leiknum á HM en Argentína fór áfram úr lokaumferð riðilsins í gær á ótrúlegri dramatík.

„Leikmennirnir,” sagði Vickery aðspurður um hver í raun og veru væri að stýra liðinu. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum liðið og Sampaoli mikið gagnrýndur.

„Það eru tvö vandamál þarna. Annað er að þeir hafa ekki verið að búa til nægilega mikið af leikmönum síðustu tíu árin. Liðið sem þeir spiluðu með í gær er mjög gamalt.”

„Annað vandamálið er þjálfarinn Jorge Sampoli sem er með eina hugmynd um hvernig hann vill spila og það er að pressa hitt liðið. Þannig hefur hann spilað allan sinn feril sem þjálfari og nú hefur hann ekki leikmennina í það.”

„Hann hefur verið algjörlega taktlaus að hoppa úr einni hugmynd í aðra. Hann er eins og blindur maður í skotbardaga,” sagði Vickery. Ekki mikil trú á Sampaoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×