Fótbolti

Defoe: Þegar ég byrjaði í landsliðinu voru klíkur en nú er þetta allt annað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Defoe hrósar Southgate.
Defoe hrósar Southgate. vísir/getty
Jermain Defoe, framherji, segir að koma Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hafi breytt rosalega miklu fyrir allan kúltúr innan landsliðsins.

Defoe spilaði sínu fyrsta landsleiki er gullna kynslóð Englands var og hét en spilaði einnig leiki í síðustu undankeppni er yngri leikmenn fengu stærra hlutverk.

Defoe sér mikinn mun með innkomu Southgate og hrósar honum í hástert.

„Þegar ég kom fyrst inn í liðið þá voru klíkur þarna. Ég settist bara með mínum félögum og það voru engar sérstakar ástæður fyrir því. Þannig var þetta bara,” sagði Defoe.

„Það voru leikmenn frá Manchester United og Chelsea. Þeir voru að berjast gegn hvorum öðrum í félagsliðunum og þegar þeir komu í landsliðið náðu þeir ekki eins vel saman og þeir gera núna.”

Defoe sagði að það væri eitt atvik sem lýsti stemningunni vel í hópnum, hversu mikið menn væru til í að leggja á sig.

„Áður en við spiluðum við Skotland og Frakkland síðasta sumar þá fórum við saman í burtu frá öllu í tvo til þrjá daga. Við vorum ekki einu sinni með símana okkar. Helduru að þú gætir sagt við David James og Sol Campbell að fara út í skóg í tjaldbúðir?”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×