Fótbolti

HM í dag: Senur í „Ros Angeles“ þar sem boltinn vildi ekki í markið

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Það voru senur í Rostov við Don í gærkvöldi og reyndar alls staðar þar sem strákarnir okkar í landsliðinu komu við sögu á eftirminnilegum átján dögum í Rússlandi.
Það voru senur í Rostov við Don í gærkvöldi og reyndar alls staðar þar sem strákarnir okkar í landsliðinu komu við sögu á eftirminnilegum átján dögum í Rússlandi.
HM-ævintýri strákanna okkar er búið í bili en það kemur Þjóðadeild, annað EM og annað heimsmeistaramót. Þetta eru Kolbeinn Tumi og Tómas Þór sammála um en þeir gera upp frammistöðu landsliðsins eftir hetjulega frammistöðu í spennutrylli gegn Króötum í Rostov við Don eða „Ros Angeles“ eins og sumir heimamenn kalla borgina.

Færin sem urðu ekki að mörkum, lærdómskóngurinn Alfreð og auðvitað framtíðin? Þjóðadeildin, EM og næsta HM? Hvað verður um Heimi Hallgrímsson? Kári kveður en Sverrir Ingi er tilbúinn. Allt þetta og meira til í átjánda og síðasta þætti í bili af HM í dag.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan en hann var skotinn í gærkvöldi, augnablikum eftir að Kolbeinn Tumi og Tómas Þór ræddu við landsliðsmennina og Heimi Hallgrímsson á Rostov Arena.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×