Rétti ráðherrann Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:00 Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun