Fótbolti

Rússneska mínútan: Það hættulegasta í heimi að taka leigubíl í Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísland er úr leik á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króatíu í kvöld. Landsliðið og fylgdarlið þess er á heimleið og Tómas Þór Þórðarson er þess líklega nokkuð feginn að losna við rússneska leigubílsstjóra.

Hann hefði þó tekið nokkrar svaðilfarir í viðbót ef það þýddi áframhaldandi veru Íslands á mótinu, en manni var kennt að líta alltaf á björtu hliðarnar.

Tómas sýndi frá enn einni leigubílsferðinni sinni í liðnum Rússneska mínútan í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann sagði það að taka leigubíl í Rússlandi vera „það hættulegasta sem hægt er að gera held ég í heiminum,“ en innslagið byrjaði á því að sjá mátti leigubílsstjórann vera með símann í annari hendi að skoða götukort.

„Hún er jú bara á Youtube á meðan hún er að keyra okkur um götur og stræti Volgograd. Gerði eiginlega allt annað en að keyra blessaðan bílinn. Eina sem hún á eftir að gera er að fara í tölvuleik á meðan hún er að keyra.“

Sumarmessan er á dagskrá klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×