Alfreð: Við klöppuðum fyrir okkur sjálfum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 21:39 Alfreð Finnbogason fékk frábært færi. Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira