Fótbolti

Hetja Argentínumanna í kvöld: Nú byrjar HM fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcos Rojo fagnar marki sínu.
Marcos Rojo fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Marcos Rojo var að sjálfsögðu mjög kátur eftir 2-1 sigur Argentínumanna á Nígeríu þar sem miðvörðurinn skoraði sigurmarkið og sá til þess að Argentína komst í sextán liða úrslitin.

„Við þurfum á þessu að halda. Núna byrjar heimsmeistarakeppnin fyrir okkur. Ég sagði strákunum fyrir leikinn að ég ætlaði að skora,“ sagði Marcos Rojo eftir leik.

Miðvörðurinn frá Manchester United stalst fram völlinn og skoraði með stórglæsilegu viðstöðulausu skoti.

Argentínska landsliðið tapaði 3-0 á móti Króatíu og var í slæmum málum. Liðið náði hinsvegar að bjarga sér fyrir horn og er áfram með í keppninni.

„Við höfum aldrei verið samrýndari en eftir Króatíuleikinn. Þetta mark er tileinkað fjölskyldu minni og fyrir þetta lið sem átti þetta skilið. Áfram Argentúina,“ sagði Marcos Rojo.

Marcos Rojo var aðeins búinn að skorað tvö mörk í 57 landsleikjum en annað þeirra kom einmitt í HM-leik á móti Nígeríu (HM í Brasilíu 2014).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×