Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. júní 2018 22:15 Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur kallað eftir fjölda umsagna um tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verða ræddar í borgarráði áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hátíðarinnar. Foreldrasamtök segja áfengis- og fíkniefnaneyslu sem tengist hátíðinni ekki eiga heima á íþróttasvæði í miðju íbúðarhverfi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í Laugardalnum um helgina í fimmta sinn. Hátíðin hefur farið stækkandi með hverju ári og voru nú um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Um níutíu fíkniefnamál komu upp á hátíðinni auk þess sem lögreglu bárust á annan tug kvartana frá íbúum vegna hávaða.Stjórnir foreldrafélaga Laugalæknar- og Lauganesskóla hafa farið þess á leit við borgaryfirvöld að samingum við skipuleggjendur verði tafarlaust rift vegna ónæðis. „Ég sé til dæmis ekki alveg hvernig þess konar hátíð sem mér finnst draga að óheilbrigða áfengisneyslu ungs fólks og unglinga og vímuefnaneyslu samræmist við heilsueflandi markmið Reykjavíkurborgar,“ segir Þórunn Steindórsdóttir, formaður foreldrafélaga Laugalækjarskóla. Hún segir hópa sem ekki áttu leið á hátíðina sjálfa hafa dregist að henni. Unglingar hafi safnast saman með svokölluð skottpartí í bílum sínum, selt þar áfengi og að íbúar hafi varla þorað með ung börn á leiksvæði daginn eftir hátíðarhöld vegna óhreininda. Þá liggi hluti svæðisins sem nýtt var undir hátíðina undir skemmdum. „Þetta eru grasvellir sem er spilað hér á. Æfingar hafa fallið niður hjá börnum og unglingum og munu ekki fara í gang á næstunni vegna þess að grasið er illa farið og skemmt,“ segir Þórunn. Reykjavíkurborg hefur þegar kallað eftir umsögnum frá íþróttafélögum á svæðinu, foreldra- og íbúasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum og verða þær lagðar fyrir borgarráð áður en tekin verður ákvörðun um leyfisveitingu fyrir hátíðina að ári. „Þetta er mjög viðkvæmt og við verðum að passa hvernig við gerum þetta. Ég heyri og skil vel áhyggjur foreldra. Þau hafa staðið sig gríðarlega vel fólkið sem þarna tók þátt í þessu grasrótarstarfi að fylgjast með og þau eiga góðar þakkir skilið fyrir það en við verðum bara að skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57