Fótbolti

Sex mánaða í Rostov er Tólfan tók yfir við Don

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Yngsti stuðningsmaðurinn á svæðinu var hress og kátur og merktur fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í treyju númer 17.
Yngsti stuðningsmaðurinn á svæðinu var hress og kátur og merktur fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í treyju númer 17. vísir/vilhelm
Stuðningssveitin Tólfan tók yfir Fan Zone í Rostov við Don í dag þar sem Íslendingar hituðu upp fyrir leikinn á móti Króatíu.

Tólfan fór upp á svið og lét mannskapinn meðal annars syngja Vertu til er vorið kallar á þig sem er rússneskt þjóðlag.

Stuðningsmenn Íslands voru á öllum aldri en sá yngsti var aðeins sex mánaða gamall. Sá ágæti stuðningsmaður virtist skemmta sér vel.



Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með vélina á lofti og afraksturinn má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

Það er hægt að leika sér í Fan Zone.vísri/vilhelm
Joey Drummer er mættur til Rostov. Guði sé lof.vísir/vilhelm
Klara Bjartmarz og Margrét Elíasdóttir frá KSÍ voru að afhenda miða.vísir/vilhelm
Hilmar Jökull úr Tólfunni fór á kostum á sviðinu.vísir/vilhelm
Jökullinn logar.vísir/vilhelm
Stemningin var góð.vísir/vilhelm
Víkingur í vígahug.vísir/vilhelm
Tólfan tók yfir.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×