Fótbolti

Stemningin að magnast við Don

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Árni Súperman er mættur með víkingahjálm og þá er allt í toppmálum.
Árni Súperman er mættur með víkingahjálm og þá er allt í toppmálum. vísir/vilhelm
Stemningin er að magnast við ána Don þar sem íslenskir og króatískir stuðningsmenn hafa komið sér fyrir til að hella á sig söngvatni og hafa gaman fram að stórleik kvöldsins.

Strákarnir okkar þurfa sigur og ekkert annað í kvöld en þeir verða studdir að minnsta kosti af 2.000 Íslendingum sem eru mættir til Rostov. Svo er bara vonandi að Rússarnir velji íslenska liðið í kvöld og haldi með því eins og þeir hafa gert í þessari borg.

Vilhelm Gunnarsson er á vappinu við Don og tók þessar myndir hér að neðan sem sýna að stemningin er að magnast. Allt verður svo keyrt í botn um 16.20 að staðartíma þegar að Tólfan tekur yfir sviðið í Fan Zone.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.

Menn fá sér púbb á leikdegi.vísir/vilhelm
Króatar eru léttir við Don.vísir/vilhelm
Geggjaðir gæjar.vísir/vilhelm
Sjálfboðaliðarnir eru alltaf í stuði.vísir/vilhelm
Þessir eru líklega íslenskir.vísri/vilhelm
Það er allskonar afþreying í boði.vísir/vilhelm
Hægt er að kaupa HM-varning sem er alveg mátulega á veskisvænu verði.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×