Fótbolti

Segir Trippier jafn góðan spyrnumann og Beckham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Trippier nýi Becham?
Er Trippier nýi Becham? vísir/afp
Kieran Trippier er með jafn góðar spyrnur og David Beckham þegar hann var upp á sitt besta. Þetta sagði Jason Burt, blaðamaður Telegraph, í heimsmeistaramóts-umræðinu Sky Sports.

„Hann er besti maðurinn til að gefa boltann síðan David Beckham var á hans hátindi. Hann er svo nákvæmur. Þetta er ótrúlegt,” sagði Jason Burt, einn aðalmaðurinn á blaðinu the Telegraph.

„Alltaf þegar þeir fá fast leikatriði, hornspyrnu eða aukaspyrnur, þá helduru að þeir fái færi. Með Harry Kane, Harry Maguire og John Stones þá eru þeir með nóg af ógnunum.”

„Undir lokin á tímabilinu hjá Tottenham þá var hann í vandræðum. Hann var meiddur og ég held að Englendingarnir hafi farið að horfa á hann og verið ekki 100 próesnt vissir um að taka hann með.

„Þeir vildu alltaf taka hann með en þú varst með Trent Alexander-Arnold sem var að pressa vel á hann. Hann spilaði úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,” sagði þessi virti blaðamaður að loum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×