Lofar bót en andstaðan óttast einræði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Erdogan hefur verið við völd frá því 2003. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag. Ekki liggur þó fyrir hvernig hann ætlar að ná þeim árangri þrátt fyrir gífurleg völd samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Erdogan, sem hefur ráðið ríkjum í Tyrklandi frá 2003, fékk ríflega helming greiddra atkvæða í kosningunum á sunnudag. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, fékk rúm 30 prósent. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnvöld um kosningasvindl. Breytingar á stjórnarskrá landsins voru samþykktar naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Kosningin fór fram í skjóli neyðarástands sem hefur verið við lýði í landinu frá byltingartilraun sem var gerð þar í júlí 2016. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að embætti forsætisráðherra var lagt niður og er forseti nú einvaldur þegar kemur að vali á ráðherrum og öðrum háttsettum embættismönnum stjórnkerfisins. Forsetinn hefur einnig vald til að grípa inn í mál sem eru til meðferðar í dómskerfinu og lýsa einhliða yfir neyðarástandi. Frá því að Erdogan tók við völdum hefur hagkerfi Tyrklands vaxið nokkuð en hægt hefur á vextinum undanfarna mánuði. Verðbólga hefur aukist og gengi tyrknesku lírunnar fallið hratt. Forsetinn lofaði því meðal annars í kosningabaráttu sinni að grípa meira inn í peningastefnu landsins og draga úr sjálfstæði seðlabankans. Andstæðingar forsetans óttast að senn fari í hönd tími einræðis og gerræðis en mannréttindi íbúa landsins hafa löngum verið fótum troðin og mikil spilling ríkt í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stjórnarandstæðingar og ÖSE segja ekki hafa verið gætt jafnræðis í tyrknesku forsetakosningunum. 25. júní 2018 19:30 Erdogan lýsir yfir sigri Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. 24. júní 2018 22:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lofað auknum hagvexti, uppbyggingu og fjárfestingu í landinu í kjölfar sigurs síns í forsetakosningunum á sunnudag. Ekki liggur þó fyrir hvernig hann ætlar að ná þeim árangri þrátt fyrir gífurleg völd samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Erdogan, sem hefur ráðið ríkjum í Tyrklandi frá 2003, fékk ríflega helming greiddra atkvæða í kosningunum á sunnudag. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, fékk rúm 30 prósent. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnvöld um kosningasvindl. Breytingar á stjórnarskrá landsins voru samþykktar naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Kosningin fór fram í skjóli neyðarástands sem hefur verið við lýði í landinu frá byltingartilraun sem var gerð þar í júlí 2016. Breytingarnar hafa meðal annars í för með sér að embætti forsætisráðherra var lagt niður og er forseti nú einvaldur þegar kemur að vali á ráðherrum og öðrum háttsettum embættismönnum stjórnkerfisins. Forsetinn hefur einnig vald til að grípa inn í mál sem eru til meðferðar í dómskerfinu og lýsa einhliða yfir neyðarástandi. Frá því að Erdogan tók við völdum hefur hagkerfi Tyrklands vaxið nokkuð en hægt hefur á vextinum undanfarna mánuði. Verðbólga hefur aukist og gengi tyrknesku lírunnar fallið hratt. Forsetinn lofaði því meðal annars í kosningabaráttu sinni að grípa meira inn í peningastefnu landsins og draga úr sjálfstæði seðlabankans. Andstæðingar forsetans óttast að senn fari í hönd tími einræðis og gerræðis en mannréttindi íbúa landsins hafa löngum verið fótum troðin og mikil spilling ríkt í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stjórnarandstæðingar og ÖSE segja ekki hafa verið gætt jafnræðis í tyrknesku forsetakosningunum. 25. júní 2018 19:30 Erdogan lýsir yfir sigri Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. 24. júní 2018 22:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stjórnarandstæðingar og ÖSE segja ekki hafa verið gætt jafnræðis í tyrknesku forsetakosningunum. 25. júní 2018 19:30
Erdogan lýsir yfir sigri Enn er mikið ólguástand í Tyrklandi eftir misheppnaða valdaránstilraun gegn Erdogan árið 2016. 24. júní 2018 22:35