Fótbolti

Heimir: Verra fyrir okkur að Króatía hvíli leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Luca Modric verður kannski ekki með
Luca Modric verður kannski ekki með Vísir/EPA
Á meðan önnur lið riðilsins kvarta yfir því að Króatía ætli að hvíla einhverja leikmenn á morgun þá bendir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á að það geti hreinlega verið verra fyrir Ísland.

„Ég held að við græðum ekkert á þessu eins furðulegt og það hljómar. Ég held að sumir þeirra sem hafa spilað hina tvo leikina gætu verið svolítið saddir þar sem liðið er komið áfram,“ sagði Heimir aðspurður hversu mikið Ísland myndi græða á því að Króatía ætlaði sér að hvíla menn.

„Þeir myndu kannski fara að hlífa sér í leiknum en nú koma inn frábærir leikmenn frá liðum eins og Real Madrid og Inter sem vilja nýta tækifærið og minna á sig. Þarna fá þeir tækifæri og við munum því mæta leikmönnum sem hafa mikinn metnað til þess að standa sig vel.

„Við nálgumst þetta þannig að það skiptir ekki máli hvort þeir hvíli einn eða tíu. Þeir verða samt með frábært lið á vellinum.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×