Fíflagangur í fótboltaleik með fílum leyndarmálið á bak við léttleika Króata Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 14:00 Leyndarmálið er nýr króatískur tölvuleikur. Ekki segja neinum. vísri/getty Leikmenn króatíska landsliðsins í fótbolta virðast ekki fá nóg af því að spila fótbolta innan vallar heldur stunda þeir hann nú grimmt utan vallar. En, í símanum. Króatíska liðið er orðið háð nýjum símatölvuleik sem heitir Football Legends: El Magico. Króatarnir spila hann stanslaust á hótelinu, samkvæmt frétt króatíska miðilsins tportal.hr, og keppast við að vera ofar en næsti maður á skortöflunni. Króatískir fjölmiðlamenn hafa haft það á orði hversu létt er yfir liðinu og þegar að þeir fóru í gegnum Instagram-reikninga allra leikmanna sáu þeir hvern leikmanninn á fætur öðrum vera að tala um leikinn og setja inn myndir af afrekum sínum í honum.Luka Modric og Vedran Corluka eru báðir mjög góðir í El Magico.mynd/instagramModric bestur Þeir virðast líka vera að hjálpa samlöndum sínum að koma leiknum á framfæri en fyrirtækið sem býr hann til er króatískt og staðsett í Split. Leiknum hefur aðeins verið niðurhalað eitt þúsund sinnum en það gæti aukist eftir þessa auglýsingu króatísku landsliðsmannanna. Luka Modric er allra manna bestu í króatíska liðinu í El Magico en hann er á topp 20 í heiminum. Vedran Corluka er í 33. sæti og Ivan Rakitci í 44. sæti. Auk landsliðsmannanna eru aðrar króatískar fótboltastjörnur að spila leikinn eins og Slaven Bilic, Darko Stanic, Dario Simic og Stipe Pletikosa. El Magico þykir mjög ávanabindandi en þar er hægt að velja um 32 lið til að spila með og er hver leikur 90 sekúndur. Það þykir ansi erfitt að komast áfram í honum en alltaf reyna menn aftur. Allavega króatísku landsliðsmennirnir.Lítur vel út.mynd/el magicoFílabeins-fílar Ekki er spilað með fótboltaköllum heldur hefur hvert land sitt einkenni. Rússar eru babúskur, Bandaríkjamenn NFL-kallar og fótboltamenn Fílabeinsstrandarinnar eru einfaldlega fílar. Hress og skemmtilegur fíflagangur sem heldur allavega Króötum gangandi á bak við tjöldin. Króatarnir virðast svo jafn góðir innan vallar sem utan því þeir eru sama og búnir að vinna D-riðilinn á HM 2018. Ísland mætir Króatíu á morgun og þarf á sigri að halda til að komast áfram en Króatar munu gera nokkrar breytingar á sínu liði.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“ Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu. 25. júní 2018 10:41 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Aron Einar: Heyrum það á íslensku áhorfendunum ef það gerist eitthvað í hinum leiknum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf bæði að vinna Króatíu og treysta á úrslit úr hinum leik riðilsins til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi. 25. júní 2018 10:42 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Leikmenn króatíska landsliðsins í fótbolta virðast ekki fá nóg af því að spila fótbolta innan vallar heldur stunda þeir hann nú grimmt utan vallar. En, í símanum. Króatíska liðið er orðið háð nýjum símatölvuleik sem heitir Football Legends: El Magico. Króatarnir spila hann stanslaust á hótelinu, samkvæmt frétt króatíska miðilsins tportal.hr, og keppast við að vera ofar en næsti maður á skortöflunni. Króatískir fjölmiðlamenn hafa haft það á orði hversu létt er yfir liðinu og þegar að þeir fóru í gegnum Instagram-reikninga allra leikmanna sáu þeir hvern leikmanninn á fætur öðrum vera að tala um leikinn og setja inn myndir af afrekum sínum í honum.Luka Modric og Vedran Corluka eru báðir mjög góðir í El Magico.mynd/instagramModric bestur Þeir virðast líka vera að hjálpa samlöndum sínum að koma leiknum á framfæri en fyrirtækið sem býr hann til er króatískt og staðsett í Split. Leiknum hefur aðeins verið niðurhalað eitt þúsund sinnum en það gæti aukist eftir þessa auglýsingu króatísku landsliðsmannanna. Luka Modric er allra manna bestu í króatíska liðinu í El Magico en hann er á topp 20 í heiminum. Vedran Corluka er í 33. sæti og Ivan Rakitci í 44. sæti. Auk landsliðsmannanna eru aðrar króatískar fótboltastjörnur að spila leikinn eins og Slaven Bilic, Darko Stanic, Dario Simic og Stipe Pletikosa. El Magico þykir mjög ávanabindandi en þar er hægt að velja um 32 lið til að spila með og er hver leikur 90 sekúndur. Það þykir ansi erfitt að komast áfram í honum en alltaf reyna menn aftur. Allavega króatísku landsliðsmennirnir.Lítur vel út.mynd/el magicoFílabeins-fílar Ekki er spilað með fótboltaköllum heldur hefur hvert land sitt einkenni. Rússar eru babúskur, Bandaríkjamenn NFL-kallar og fótboltamenn Fílabeinsstrandarinnar eru einfaldlega fílar. Hress og skemmtilegur fíflagangur sem heldur allavega Króötum gangandi á bak við tjöldin. Króatarnir virðast svo jafn góðir innan vallar sem utan því þeir eru sama og búnir að vinna D-riðilinn á HM 2018. Ísland mætir Króatíu á morgun og þarf á sigri að halda til að komast áfram en Króatar munu gera nokkrar breytingar á sínu liði.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“ Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu. 25. júní 2018 10:41 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Aron Einar: Heyrum það á íslensku áhorfendunum ef það gerist eitthvað í hinum leiknum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf bæði að vinna Króatíu og treysta á úrslit úr hinum leik riðilsins til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi. 25. júní 2018 10:42 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Heimir um úrslitin í hinum leiknum: „Ef við þurfum upplýsingar þá fáum við þær“ Heimir Hallgrímsson segir að þjálfarateymið muni einblína á að vinna Króatíu en hugsa sem minnst um úrslitin í leik Argentínu og Nígeríu. 25. júní 2018 10:41
„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04
Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30
Aron Einar: Heyrum það á íslensku áhorfendunum ef það gerist eitthvað í hinum leiknum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf bæði að vinna Króatíu og treysta á úrslit úr hinum leik riðilsins til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM í Rússlandi. 25. júní 2018 10:42