Móðir jörð sýknuð vegna útlendra sjálfboðaliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 11:10 Úr Vallanesi Fréttablaðið/Valgarður Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels