Fótbolti

Sumarmessan: Gátu þeir gert upp á milli Ásgeirs, Eiðs Smára og Gylfa?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dynamo þrasið var að sjálfsögðu á sínum stað í Sumarmessunni í gærkvöldi en þar ræða gestir Messunnar hluti og málefni sem eru upp á borðinu í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Í Dynamo þrasinu eru tekin fyrir þrjú málefni og ræða spekingar þáttarins hverju sinni um þau. Í gær voru þeir Hjörvar Hafliðason, Reynir Leósson og Gunnleifur Gunnleifsson í settinu og ræddu málin.

Þeir fóru yfir það að þessu sinni hvort það væri gott að slæmt að dómari leiks Íslands og Króatíu sé sá hinn sami og gerði Pep Guardiola brjálaðan í Meistaradeildinni, þeir ræddu hver sé búinn að vera bestur á heimsmeistaramótinu til þessa og svo hver sé besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. Þar voru tilnefndi þeir Ásgeir Sigurvinsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson.

Reynir Leósson var ekki í neinum vafa, Gunnleifur var ekki mjög spenntur að þurfa að gera upp á milli þessara frábæru íslensku knattspyrnugoðsagna en Hjörvar hreinlega neitaði að gera upp á milli Ásgeirs og Eiðs Smára.

Umræðuna má sjá hér að ofan í sjónvarpsglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×