Fótbolti

Danir sektaðir af FIFA fyrir flaggið með „stóru brjóstunum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Dana á leiknum.
Stuðningsmenn Dana á leiknum. Vísir/Getty
Dönsku stuðningsmennirnir fengu gælunafnið „Roligans" fyrir góða framkomu sína á HM í Mexíkó 1986 en nú er hætta á því að þeir missi þetta „nafn“ sitt.

Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur nefnilega sektað stuðningsmenn danska landsliðsins fyrir framkomu sína á HM í fótbolta í Rússlandi.

Danska knattspyrnusambandið þarf þannig að greiða 20 þúsund dollara eða um rúmar tvær milljónir íslenskar fyrir óásættanlega háttsemi "Roligans" í leiknum á móti Ástralíu í síðasta leik liðsins á HM í Rússlandi. Ekstra Bladet segir frá.

Dönsku stuðningsmennirnir voru meðal annars með flögg sem gerðu lítið úr konum en á einu þeirra stóð „Store patter“ eða stór brjóst.





Þá urðu dönsku stuðningsmennirnir uppvísir að því að kasta hlutum í stuðningsmenn ástralska landsliðsins sem og að bera ekki virðingu fyrir þjóðsöng Ástrala fyrir leikinn.

FIFA notaði eftirlitsmyndavélar á leikvanginum til að fylgjast með háttalagi stupningsmanna danska landsliðsins og hafa því sannanir fyrir óspektunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×