Fótbolti

Allir með á æfingu dagsins í Rostov við Don

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson æfir í teygjusokk.
Jóhann Berg Guðmundsson æfir í teygjusokk. vísir/vilhelm
Allir leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta æfðu í Rostov við Don í hádeginu í dag en þetta var síðasta æfingin fyrir stórleikinn gegn Króatíu annað kvöld.

Mestar áhyggjur eru af Jóhanni Berg Guðmundssyni sem meiddist í leiknum á móti Argentínu og var ekki með á móti Nígeríu. Hann tók virkan þátt í upphitunar- og styrktaræfingum landsliðsins í byrjun æfingar en fjölmiðlamenn þurfa svo að yfirgefa svæðið eftir fimmtán mínútur.

Jóhann er enn með teygjusokk um kálfann og alveg ljóst að hann er ekki 100 prósent heill en leikurinn á morgun gæti verið sá síðasti hjá Íslandi á HM og er því líklegt að Jóhann fái eitthvað að spreyta sig.

Heimir Hallgrímsson situr svo fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 10.15 að íslenskum tíma þar sem hann verður spurður út í stöðuna á hópnum.

Beina textalýsingu Vísis frá fundinum má finna hér
.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×