Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Heimir þarf að passa upp á gulu spjöldin. vísir/vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn notuðu helgina til þess að sleikja sárin eftir svekkjandi tap íslenska liðsins gegn Nígeríu í annarri umferð í D-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á föstudaginn var. Eftir að sárið hefur verið sleikt er leitað til stærðfræðiheila þjóðarinnar til þess að fara yfir það hvaða úrslit í lokaumferðinni duga til þess að koma liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Króatía er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hefur nú þegar tryggt sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og þar af leiðandi er aðeins eitt sæti laust úr D-riðlinum í útsláttarkeppnina. Nígería stendur best að vígi fyrir lokaumferðina, en liðið hefur þrjú stig á meðan Ísland og Argentína hafa eitt stig hvort lið. Þar með er ljóst að Íslendingar þurfa að senda leikmönnum Argentínu hugheilar kveðjur á meðan leikur liðsins gegn Nígeríu stendur yfir. Verði lið jöfn að stigum er fyrst litið til þess hvort liðið er með betri markatölu, þar á eftir hvort liðið hefur skorað meira í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og að lokum hvort liðið hefur fleiri háttvísistig í leikjum sínum í riðlakeppninni. Því gæti það farið svo að Ísland fari áfram á kostnað Argentínu vegna færri gulra og rauðra spjalda. Íslenska liðið stendur vel að vígi eins og sakir standa hvað háttvísi varðar, en liðið hefur hvorki verið áminnt né vísað af velli með rauðu spjaldi til þessa á mótinu. Argentína er aftur á móti með þrjú gul spjöld á bakinu. Ísland þarf sigur gegn Króatíu til þess að eygja möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslitin. Ef Nígería fer með sigur af hólmi gegn Argentínu eru vonir íslenska liðsins um áframhaldandi þátttöku á mótinu úr sögunni. Lykti leik Nígeríu og Argentínu með jafntefli og Ísland ber sigur úr býtum gegn Króatíu þarf íslenska liðið að hafa betri markatölu en Nígería eða jafna markatölu og hafa skorað meira í riðlakeppninni til þess að komast upp úr riðlinum. Nígería er með jafna markatölu fyrir lokaumferðina, en Ísland með tvö mörk í mínus og Argentína þrjú mörk í mínus. Ísland þarf því að vinna Króatíu með tveggja marka mun eða meira til þess að komast áfram á kostnað Nígeríu með sigri í sínum leik og jafntefli í leik Nígeríu og Argentínu. Þá þarf Ísland þar að auki að vera annaðhvort með betri markatölu en Nígería eða að markatala Íslands og Nígeríu sé jöfn og íslenska liðið hafi skorað fleiri mörk en Nígería í riðlinum. Beri Argentína sigur úr býtum gegn Nígeríu og Ísland nær að leggja Króatíu að velli verða liðin jöfn að stigum og með jafna stöðu í innbyrðisviðureign sinni. Þá mun markatala, fleiri mörk skoruð eða háttvísistig ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram. Ísland á eitt mark á Argentínu og þarf því að treysta á að Argentína vinni ekki meira en einu marki stærri sigur en íslenska liðið til þess að komast áfram. Fari svo að Ísland vinni Króatíu og Argentína beri sigurorð af Nígeríu og markatala íslenska liðsins og þess argentínska verði hnífjöfn, það er að bæði lið hafi skorað jafn mörg mörk og fengið jafn mörg mörk á sig kemur til háttvísistiga til þess að skera úr um það hvort liðið verður ofar í riðlinum. Verði staðan jöfn þegar kemur að háttvísistigum ræður hlutkesti röð liðanna í riðlinum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30