Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2018 07:30 Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í gær. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30