Keane og Neville hraunuðu yfir Boateng │,,Heldur að hann sé Beckenbauer“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 07:00 Jerome Boateng fær það óþvegið vísir/getty Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Man Utd goðsagnirnar Roy Keane og Gary Neville fóru mikinn í gagnrýni sinni á Jerome Boateng í leik Þýskalands og Svíþjóðar í F-riðli á laugardag.Þjóðverjar unnu leikinn með síðustu spyrnu leiksins eftir að hafa lent undir og var staðan í leikhléi 1-0 fyrir Svíþjóð.Þeir Keane og Neville voru í sjónvarpssetti ITV sjónvarpstöðvarinnar og tóku Jerome Boateng, varnarmann Þjóðverja, sérstaklega fyrir í leikhléi. „Boateng röltir um völlinn eins og hann sé að spila í bumbubolta (e. Sunday League football). Hann er til skammar. Þeir eiga að taka hann útaf þegar hann lætur svona,“ sagði Keane og Neville bætti í. „Þetta er hárrétt hjá Roy. Varnarmenn Þýskalands hafa verið djók. Einhverra hluta vegna heldur Boateng að hann sé Franz Beckenbauer. Hann heldur að hann sé maðurinn. Hann spilaði undir stjórn Pep Guardiola og byrjaði að trúa því að hann væri framúrskarandi fótboltamaður." „Frammistaða hans í þessum fyrri hálfleik er algjört djók. Hann hefur miklar ranghugmyndir og lítur á sig sem aðalmanninn,“ sagði Neville ennfremur. Boateng kórónaði leik sinn með því að fá tvö gul spjöld á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og þar með var hann rekinn af velli. „Þýskaland spilaði betur án hans,“ sagði Keane í leikslok. Þess má til gamans geta að Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar. Nokkuð ljóst er að ef af þeim félagaskiptum verður bíður Boateng verðugt verkefni að vinna tvo af dáðustu leikmönnum sögunnar á Old Trafford á sitt band.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð. Enn allt opið í F-riðli. 23. júní 2018 20:00