Maradona brjálaður og vill fá að hitta argentínska hópinn fyrir Nígeríuleikinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Maradona tók vel undir með þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Króatíu vísir/getty Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48