Maradona brjálaður og vill fá að hitta argentínska hópinn fyrir Nígeríuleikinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Maradona tók vel undir með þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Króatíu vísir/getty Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Sjá meira
Diego Armando Maradona er æfur yfir frammistöðu argentínska landsliðsins á HM í Rússlandi og beinir spjótum sínum helst að ráðamönnum argentínska knattspyrnusambandsins og þjálfara liðsins, Jorge Sampaoli. Eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt eru Argentínumenn í bullandi vandræðum í D-riðli okkar Íslendinga á mótinu og eiga á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni sem væri mikið áfall fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Maradona er af flestum talinn besti leikmaður í sögu Argentínu og án nokkurs vafa einn sá allra besti í HM sögunni. Hann er harðasti stuðningsmaður liðsins í dag og er afar ósáttur við stjórnarhættina. Hann lét gamminn geisa í sjónvarpsviðtali við Telesur sjónvarpsstöðina í Venesúela. „Ég myndi vilja fá að hitta hópinn fyrir leikinn gegn Nígeríu. Helst myndi ég vilja hafa Pumpido, Goycochea, Caniggia, Troglio, Passarella og Valdano með mér,“ sagði Maradona og vísaði þá í gamla félaga sem hjálpuðu honum að vinna HM 1986. „Það er ekki í lagi að fá á sig þrjú mörk gegn Króatíu og það án þess að láta þá hafa mikið fyrir því. Við verðum að verja okkar heiður,“ segir Maradona „Ég er bálreiður og pirraður. Þeir sem fá að klæðast þessari treyju eiga ekki að steinliggja fyrir Króatíu. Þetta var ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn.“ Reiði Maradona beinist þó aðallega að Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins. „Sá sem ber ábyrgð á þessu er forseti knattspyrnusambandsins. Þeir horfðu bara á þegar Sampaoli mætti með allar tölvurnar sínar, einhverja dróna og þessa fjórtán aðstoðarmenn sína. Tapia hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Sambandinu er stjórnað af fólki sem veit ekkert um fótbolta,“ sagði Maradona, alveg æfur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Sjá meira
Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. 17. júní 2018 14:48