Fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 15:42 Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16