Fótbolti

Raggi rakaði Rússamottuna af Árbæjarbróður

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Ólafur Ingi er mikill gleðigjafi og bregður hér á leik með Emil Hallfreðssyni.
Ólafur Ingi er mikill gleðigjafi og bregður hér á leik með Emil Hallfreðssyni. Instagram @olafurskulason16
Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason er ekki lengur með yfirvaraskegg. Ragnar Sigurðsson, félagi Ólafs Inga úr Árbænum og miðvörður Íslands, rakaði hina svokölluðu Rússamottu af miðjumanninum í morgun.

Ólafur Ingi ræddi mottuna við blaðamann Vísis við komuna til Rússlands í síðustu viku.

„Sjálfum finnst mér þetta ekki mjög fallegt en þetta var í gamni gert. Ég á eftir að sjá eftir því að vera með hormottu á andlitinu á HM þegar að ég skoða myndir frá mótinu eftir nokkur ár. Þetta var gert fyrir stemninguna og og djókið og maður tekur það bara á sig,“ sagði Ólafur Ingi.

Mottan fékk góð viðbrögð í Kabardinka en mottan er vinsæl í Rússlandi.

„Mér sýnist það að ég eigi heima hér. Það vilja allir niður í bæ fá myndir af sér með mér hvort sem að ég er í búning eða ekki. Mottan er að kalla á þær myndir sama hvort fólk viti hver ég er eða ekki.“

Nú er mottan öll, í bili, og spurning hvort eiginkona hans Sibba Hjörleifs fagni ekki útlitsbreytingunni.

Ólafur tók raksturinn upp á Instagram og má sjá afraksturinn næstu 24 klukkustundirnar hér.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×