Fótbolti

Sumarmessan: „Þetta er eitt ólöglegasta mark sem ég hef séð“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sumarmessan var að sjálfsögðu á dagkrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir þá þrjá leiki sem spilaðir voru á HM í gær.

FIFA ákvað að nýta sér tæknina á þessu móti og VAR, myndbandsaðstoðardómarar, eru á hverjum einasta leik í keppninni.

Við Íslendingar nutum heldur betur góðs af því í gær því við fengum víti eftir að dómarinn í leiknum gegn Nígeríu dæmdi víti okkur í vil eftir að hafa horft á brotið aftur á myndbandsskjánum.

Benedikt Valsson og Hjörvar Hafliðason voru í settunni í messunni í gær sem fyrr, ásamt þeim Gunnleifi Gunnleifssyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni, og fóru þeir yfir VAR.

Hjörvar segir að þetta frábæra ákvörðun hjá FIFA og tók hann saman nokkur atvik sem breytt hefðu íslensku knattspyrnusögunni ef VAR hefði verið í gangi hér heima.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×