Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarsons í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 10:00 Mario Mandzukic verður líklega ekki með. vísir/getty Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, ætlar að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM 2018. Í gærkvöldi fóru að berast sögusagnir og fréttir frá Króatíu þess efnis að hann ætlaði sér að gera tíu til ellefu breytingar en það virðist ekki rétt. Króatískir blaðamenn voru mættir á æfingu íslenska liðsins í morgun og þeir sögðu að þjálfarinn hefði talað um að hvíla að minnsta kosti þá sem eru á gulu spjaldi og gætu misst af leiknum í 16 liða úrslitum ef þeir myndu fá gult á móti Íslandi. Einn þeirra er Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Ekki amalegt að losna við hann á þriðjudaginn. Mario Mandzukic er einnig einu spjaldi frá banni og verður líklega ekki með sem og Ante Rebic og Sime Vrsaljko. Þá er miðjumaðurinn öflugi Marcelo Brozovic, sem að skoraði á móti Íslandi í undankeppninni, kominn í bann en Króatía og Serbía eru þau lið sem hafa fengið flest gul spjöld á mótinu eða sex talsins. Króatísku blaðamennirnir töluðu einnig um að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, fengi að hvíla í Rostov á þriðjudaginn en ef svo fer sleppa strákarnir við að mæta tveimur af bestu miðjumönnum heims.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, ætlar að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM 2018. Í gærkvöldi fóru að berast sögusagnir og fréttir frá Króatíu þess efnis að hann ætlaði sér að gera tíu til ellefu breytingar en það virðist ekki rétt. Króatískir blaðamenn voru mættir á æfingu íslenska liðsins í morgun og þeir sögðu að þjálfarinn hefði talað um að hvíla að minnsta kosti þá sem eru á gulu spjaldi og gætu misst af leiknum í 16 liða úrslitum ef þeir myndu fá gult á móti Íslandi. Einn þeirra er Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Ekki amalegt að losna við hann á þriðjudaginn. Mario Mandzukic er einnig einu spjaldi frá banni og verður líklega ekki með sem og Ante Rebic og Sime Vrsaljko. Þá er miðjumaðurinn öflugi Marcelo Brozovic, sem að skoraði á móti Íslandi í undankeppninni, kominn í bann en Króatía og Serbía eru þau lið sem hafa fengið flest gul spjöld á mótinu eða sex talsins. Króatísku blaðamennirnir töluðu einnig um að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, fengi að hvíla í Rostov á þriðjudaginn en ef svo fer sleppa strákarnir við að mæta tveimur af bestu miðjumönnum heims.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16
HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00