Fótbolti

HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Strákarnir halda sig innandyra að mestu í dag enda rignir eins og hellt sé úr fötu.
Strákarnir halda sig innandyra að mestu í dag enda rignir eins og hellt sé úr fötu.
Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum.

Hlutirnir gengu hratt fyrir sig í Volgograd í gær og fimm tímum eftir að leik lauk voru strákarnir komnir inn á hótelherbergi í Kabardinka. Það er rúmlega klukkutíma flug á milli staðanna.

Er strákarnir drógu gluggatjöldin frá í morgun blasti við þeim nýr veruleiki. Það nefnilega hellirignir í sólstrandarparadísina og það á að rigna í allan dag.

Í dag mun liðið því æfa í fyrsta sinn í rigningu í Rússlandi. Það verður væntanlega ekki mikið æft enda flestir leikmanna í endurheimt eftir erfiðan leik í miklum hita í gær.

Henry Birgir Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason tóku daginn snemma eftir lítinn svefn og fóru yfir málin á fjölmiðlahótelinu. Þar var leikur gærdagsins að sjálfsögðu í brennidepli.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Heimir: Ekki röng taktík

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×