Fótbolti

Hetjan gegn Íslandi: „Að skora gegn Argentínu verður ekki svo mikið vandamál“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Musa fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Musa fagnar marki sínu í gærkvöldi. vísir/getty
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, segir að lærisveinar hans munu skína enn skærar á HM eftir fjögur ár. Liðið vann 2-0 sigur á Íslandi í gærkvöldi í Volgograd.

Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu sem er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. Með sigri gegn Argentínu er liðið komið áfram í 16-liða úrslitin. Rohr segir þó að tími lærisveina hans sé ekki kominn.

„Það sem ég kann að meta við mitt lið er auðmýkt, samstaða og baráttuandi. Ég hélt fyrir HM að við værum hér til þess að læra,” sagði Rohr á blaðamannafundinum í gær.

„Ég held að þetta lið verði tilbúið 2022 og að þetta HM sé að koma of snemma en við eigum góðan möguleika gegn Argentínu.”

Hetjan Ahmed Musa var heldur betur brattur í leikslok: „Að skora gegn Argentínu verður ekki svo mikið vandamál fyrir mig. Við vitum hversu mikilvægur leikurinn er og það er að duga eða drepast. Við verðum að vinna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×